Á döfinni hjá Konubókastofu

Lýsing Staðsetning Tímasetning
Opið hús verður hjá Konubókastofu 17. og 18. desember. Þar verður stækkun á húsnæði kynnt og einnig sýning sem fyrirhugað er að setja upp. Það verður opið frá klukkan 14 til 16. Jólagluggi Konubókastofu opnar 18. desember. Kaffi á könnunni og eitthvað góðgæti með. Allir velkomnir :)Konubókastofa, Blátúni, Túngata 40 17. og 18. desember
9. apríl verður upplestur og kaffispjall í Konubókastofu að Túngötu 40 Eyrarbakka. Núna er plássið orðið það gott að hægt er að bjóða upp á minni uppákomur þar. Sella Páls mun lesa upp úr bókinni Grindráð sem er sagnfræðileg skáldsaga byggð á Skáldhelgarímum. Sólveig Eggerz mun lesa úr bókinni Selkonan. Sú bók fjallar um eina af þýsku konunum sem komu til landsins 1949, en hún byggist einnig á þjóðsögunni um selstúlkuna, sem átti börn á landi og í sjónum og lifði því í tveim heimum.Konubókastofa, Blátúni, Túngata 40 09.04.2017