Hópar

Hópar eru velkomnir í heimsókn til Konubókastofu og eftir stækkunina er plássið til þess gott. Um 40 konur komu seinasta laugardag og von er á fleiri hópum núna í maí. Anna, stofnandi Konubókastofu,  tekur á móti hópunum og segir frá. Ekki er rukkað fyrir aðgangseyri en við erum með góðan bauk þar sem hægt er að setja frjáls framlög. Það nýta margir sér. Peningurinn fer í reksturinn. Svo sem prentun á nafnspjöldum, pappírsvörur, kaffi, netnotkun og margt fleira.


Til baka í fréttir