Talið er merki þróttar
þrátt það að vera sonur
en landið hefur löngum átt líka sterkar konur

- Ólína Andrésdóttir

Draumur sem ei bregst
Er ei draumur
heldur veruleiki

- Ragnhildur Ófeigsdóttir

Koddinn minn er fullur af ófæddum draumum
sem bíða fæðingar

- Kristín Ómarsdóttir

Konubókastofa

Konubókastofa er safn. Markmið safnsins er að halda til haga þeim ritverkum sem íslenskar konur hafa skrifað í gegnum tíðina. Um leið og verkin fá utan um sig þetta safn er sjónarhorninu beint að þeim og mikilvægi þeirra í íslenskri bókmenntasögu.


Á döfinni

Opið hús verður hjá Konubókastofu 17. og 18. desember. Þar verður stækkun á húsnæði kynnt og einnig sýning sem fyrirhugað er að setja upp. Það verður opið frá klukkan 14 til 16. Jólagluggi Konubókastofu opnar 18. desember. Kaffi á könnunni og eitthvað góðgæti með. Allir velkomnir :)

9. apríl verður upplestur og kaffispjall í Konubókastofu að Túngötu 40 Eyrarbakka. Núna er plássið orðið það gott að hægt er að bjóða upp á minni uppákomur þar. Sella Páls mun lesa upp úr bókinni Grindráð sem er sagnfræðileg skáldsaga byggð á Skáldhelgarímum. Sólveig Eggerz mun lesa úr bókinni Selkonan. Sú bók fjallar um eina af þýsku konunum sem komu til landsins 1949, en hún byggist einnig á þjóðsögunni um selstúlkuna, sem átti börn á landi og í sjónum og lifði því í tveim heimum.

Nánar

Hagsmunafélag

Hagsmunafélagi Konubókastofu er ætlað að styðja við starfsemi Konubókastofu. T.d. með árgjaldinu.

Skrá í félag

Fjöruverðlaunin 2018

  • January 20, 2018

Fjöruverðlaunin bókmenntaverðlaun kvenna voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða 15. janúar 2018.

Verðlaunin hlutu:

Í flokki fagurbókmennta:

Elín ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur

Í flokki barna- og unglingabókmennta:

Vertu ósýnilegur flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur

Í flokki fræðibóka og rita almenns ... Nánar

Stjórnarfundur

  • January 20, 2018

Um miðjan janúar hittist stjórn Konubókastofu og ræddi næstu skref. Ákveðið var að halda veglega upp á 5 ára afmælið í lok apríl. Nýja heimasíðan verður brátt opnuð og fara á yfir skráningar á verknum og bókakostinn almennt. Ýmsar aðrar ... Nánar

Hægt er að heimsækja Konubókastofu

  • August 21, 2017

Hægt er að heimsækja Konubókastofu sunnudaga frá klukkan 14 til klukkan 16 og þriðjudaga frá klukkan 19 til klukkan 21. Annar tími er eftir samkomulagi.

... Nánar

Opið í sumar

  • June 08, 2017

 

http://www.dfs.is/2017/06/08/margt-ad-sja-i-konubokastofu-a-eyrarbakka/

Í sumar verður opið hjá Konubókastofu alla daga frá klukkan 14 til klukkan 17. Sjálfboðaliðar með bókmenntaáhuga og enskukunnáttu munu sitja vaktina ásamt stofnanda Konubókastofu. Aðrir heimsóknartímar eru eftir samkomulagi en hægt er að hafa samband í ... Nánar

Styrktaraðilar