fbpx

22. mars 2020 Viðburður, kynning

Sunnudaginn 22. mars klukkan 14:00 verður haldinn viðburður á Konubókastofu, Túngötu 40.

Anna Dóra Antonsdóttir og Kristrún Guðmundsdóttir, kynna nýútkomna matreiðslubók sína Uppskriftir stríðsáranna – matur úr íslenskum eldhúsum eftir stríð. Hér er á ferðinni öðruvísi matreiðslubók með aðkomu fjögurra kvenna. Uppskriftirnar urðu kveikjan að samtali milli höfunda við leit að formi nýrrar matreiðslubókar.

Bee Mcevoy: Fyrir 100 árum, árið 1919 kom út bók sem heitir When I was a Girl in Iceland í Bandaríkjunum eftir konu að nafni Hólmfríður Árnadóttir. Hólmfríður fæddist 1873. Hún var kennslukona búsett í New York og kenndi við Columbia háskólann á þessum árum, en kenndi hér heima á meðan hún hafði heilsu til þess. Menntunarmál voru hjartansmál Hólmfríðar alveg eins og kvennaréttindamál og andleg málefni. Hún var fyrst Íslendinga að gerast Bahá‘í og hún skilur eftir sig mörg fótspor í sögu kvenréttina og menntamála. Hún þýddi bók sem heitir Bahá‘u‘lláh og Nýi Tíminn og einnig bók um Helen Keller. Bókin When I Was a Girl In Iceland er á ensku, en erindið verður á íslensku.

Bridget (Bee) McEvoy er fædd og uppalin á Írlandi og býr í Hveragerði og vinnur við Heilsustofnun. Hún flutti til Íslands árið 1978.