Höfundakynning 9.október 2022
Sunnudaginn 9. október klukkan 15:00 munu mæðgurnar Sunna Dís Másdóttir og Draumey Aradóttir kynna sig og verkin sín á Konubókastofu.
Sunna Dís Másdóttir er rithöfundur og skáld og almennt bókelskandi manneskja. Hún er með MA-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands og kynntist þar hinum höfundunum fimm sem ásamt henni mynda Svikaskáld. Ásamt Svikaskáldum hefur hún gefið út þrjár ljóðabækur: Ég er ekki að rétta upp hönd, Ég er fagnaðarsöngur og Nú sker ég netin mín, og skáldsöguna Olíu sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021. Plómur er fyrsta ljóðabókin hennar.
Sunna starfar einnig sem leiðbeinandi í ritlist, ritstjóri og þýðandi.
Draumey Aradóttir er kennari, rithöfundur og skáld. Auk kennaranámsins hefur hún lagt stund á nám í heimspeki, markþjálfun og lífsspeki. Hún kynnir sig almennt sem lífsglaða, bókelska, dreymna og þakkláta sál með óbilandi trú á eilífðina. Ljóð hennar hafa birst í ýmsum safnritum og í ljóðasafninu Bláa handklæðinu sem samnefndur skáldahópur gaf út. Þá hafa komið út eftir hana barna- og unglingabækurnar Þjófur og ekki þjófur og Birta draugaSaga og ljóðabækurnar Fimm vörður á vegi ástarinnar og Draumlygn augu. Nú fyrir skemmstu kom Varurð svo út.
Allir velkomnir.