fbpx

Kaffi á Konubókastofu, fyrsti þáttur

Kaffi á Konubókastofu er hlaðvarpsþáttur Konubókastofu. Í þáttunum verður umfjöllun og umræða um bækur eftir íslenskar konur ásamt því að rætt verður um starfsemi og viðburði Konubókastofu. 

Konubókastofa á Eyrarbakka hefur starfað síðan árið 2013. Þar er unnið að því að varðveita og kynna hluta af menningararfi íslendinga. Efni sem íslenskar konur hafa skrifað á íslensku.


Í þessum fyrsta þætti Kaffi á Konubókastofu ræðir Katrín Kjartansdóttir Arndal, stjórnarkona safnsins,  við stofnanda safnsins Rannveigu Önnu Jónsdóttur um það hvað Konubókastofa stendur fyrir og hvernig upphafið var.