fbpx

Opið í sumar

Í sumar verður opið hjá Konubókastofu alla daga frá klukkan 14 til klukkan 17. Sjálfboðaliðar með bókmenntaáhuga og enskukunnáttu munu sitja vaktina ásamt stofnanda Konubókastofu. Aðrir heimsóknartímar eru eftir samkomulagi en hægt er að hafa samband í síma 8620110 ef óskað er eftir að koma í heimsókn utan opnunartíma.

Húsnæði Konubókastofu stækkaði til muna í desember. Upplagt að koma og skoða. Stækkunin gerði það að verkum að hægt var að setja upp sýningu og með því auka við aðgengilegar upplýsingar um ákveðna rithöfunda. Núna er eldhúsið t.d. tileinkað Guðrúnu frá Lundi. Þar eru upplýsingar um Guðrúnu, tilvitnanir í bækurnar hennar og allar bækurnar.

Mikið af upplýsingatextunum eru á ensku. Unnið er að því að þýða þannig að allar upplýsingar munu vera á ensku auk íslensku. Það gerir það að verkum að erlendir gestir fá meira út úr heimsókninni. Í sumar munu hópar erlendra gesta fengið fyrirlestur um sögu íslenskra kvenrithöfunda.

Starfsemin býður upp á mikla möguleika sem eru í sífelldri þróun þannig að starfsemin stendur aldrei í stað heldur eykst og eykst.

 

Margt að sjá í Konubókastofu á Eyrarbakka