Allt það ritefni sem til er á Konubókastofu hafa einstaklingar, bókaútgáfur, rithöfundar og bókasöfn gefið safninu.
Núna er til mjög mikið af eldra efni bæði af bókum og blöðum. Helst vantar efni sem kom út eftir 1980 og til dagsins í dag.
Gott væri að þeir sem hafa hug á að gefa safninu efni hafi fyrst samband annað hvort í tölvupósti eða með skilaboðum á facebook til að kanna hvort viðkomandi efni sé til eða hvort það vantar.
Best er að safnið eigi bara eitt eintak af hverju. Konubókastofa á t.d. Öll eintök af „Nýtt kvennablað“, „Emblu“, „Hlín“ og mjög mikið af „Veru“, „19 júní“ og „Húsfreyjunni“
Konubókastofa áskilur sér rétt til að ráðstafa þeim gjöfum sem berast.