Handavinnustund á Konubókastofu

Vetrarstarf Konubókastofu er hafið.
Á hverjum miðvikudegi er opið á safninu frá klukkan 13-15 í samstarfi við bókasafn Árborgar, Eyrarbakka.
Þar höfum við handavinnustund þar sem gestir geta komið og sinnt sinni handavinnu og/eða komið til að drekka kaffi og spjalla.
Bókasafnið er einnig opið á sama tíma og þá hægt að sjá hvað er í boði þar.