fbpx

Viðburðir framundan

Komið þið sæl

Í apríl verða tveir viðburðir á vegum Konubókastofu.

9. apríl verður upplestur og kaffispjall í Konubókastofu að Túngötu 40 Eyrarbakka. Núna er plássið orðið það gott að hægt er að bjóða upp á minni uppákomur þar.

Sella Páls mun lesa upp úr bókinni Grindráð sem er sagnfræðileg skáldsaga byggð á Skáldhelgarímum. Sólveig Eggerz mun lesa úr bókinni Selkonan. Sú bók fjallar um eina af þýsku konunum sem komu til landsins 1949, en hún byggist einnig á þjóðsögunni um selstúlkuna, sem átti börn á landi og í sjónum og lifði því í tveim heimum.

20. apríl á sumardaginn fyrsta klukkan 19.30 í Rauða Húsinu á Eyrarbakka verður glæpasögudagskrá með tónlistarívafi.

Þekktustu glæpasöguhöfundarnir mæta í Rauða Húsið á vegum Konubókastofu. Þær eru Jónína Leósdóttir, Lilja Sigurðardóttir, Sólveig Pálsdóttir og Yrsa Sigurðardóttir. Þær munu lesa upp úr bókum sínum og taka þátt í umræðum. Söngfuglar suðurlands munu flytja nokkur lög við ljóð eftir sunnlendinga. Söngfuglar suðurlands eru: Unnur Birna Bassadóttir, Ásbjörg Jónsdóttir og Jóhann Vignir Vilbergsson
Enginn aðgangseyri en frjáls framlög vel þegin.
Góður matur á Rauða Húsinu ef einhver vill fá sér að borða fyrir dagskrána.